Öryggisvörður tæklaði Morata

Dani Olmo og Alvaro Morata fagna marki þess fyrrnefnda.
Dani Olmo og Alvaro Morata fagna marki þess fyrrnefnda. AFP/Franck Fife

Alvaro Morata, fyrirliði Spánverja, varð fyrir ljótri tæklingu þegar Spánverjar sigruðu Frakka í undanúrslitum EM í fótbolta í gær. Tæklingin átti sér stað eftir að leik lauk og var þar að verki seinheppinn öryggisvörður.

Í fagnaðarlátum spænska liðsins hljóp áhorfandi inn á völlinn og stefndi í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir brugðust hratt við en í hamaganginum við að stöðva stuðningsmanninn rann einn öryggisvörðurinn til og rann með fæturna á undan sér á Morata.

Morata virtist meiða sig við áreksturinn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem stuðningsmenn komast inn á völlinn á Evrópumótinu. Cristiano Ronaldo var stálheppinn að slasast ekki í riðlakeppninni þegar áhorfandi stökk úr stúkunni og virtist reyna að meiða stórstjörnuna.

Myndband af tæklingu öryggisvarðarins má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin