Holland og England mætast í kvöld í undanúrslitum á Evrópumóti karla í fótbolta en liðin mættust síðast á stórmóti árið 1996.
Árið 1996 var Gareth Southgate í byrjunarliði og spilaði allan leikinn fyrir enska liðsið sem vann leikinn, 4:1, á Englandi.
Southgate spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar en er nú í öðru hlutverki, sem þjálfari enska landsliðsins.
Lið Englands gegn Hollandi 1996:
Seaman; G Neville, Adams, Southgate, Pearce, Anderton, Gascoigne, Ince (Platt, 68min), McManaman, Sheringham (Barmby, 77), Shearer (Fowler, 77).
Lið Hollands:
Van der Sar; Reiziger, Blind, Bogarde, Seedorf, Winter, R De Boer (Cocu, 74), Witschge (De Kock, h-t), Cruyff, Bergkamp, Hoekstra (Kluivert, 72).
Holland og England mætast klukkan 19 í kvöld og liðið sem vinnur mætir Spáni í úrslitaleiknum á sunnudaginn.