Hörður: Óbærilegt að fylgjast með þessu

Portúgalski varnarmaðurinn Ana Borges.
Portúgalski varnarmaðurinn Ana Borges. AFP/Miguel Medina

Hörður Magnússon og Albert Ingason, sérfræðingar RÚV á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu, eru hneykslaðir á notkun númersins níu á mótinu.

Í EM stofunni í gærkvöld var rætt um númerið níu á mótinu. Albert var ekki sáttur með að Ana Borges, varnarmaður Portúgals, og þýski miðjumaðurinn Sjoeke Nüsken noti númerið níu hjá sínum landsliðum.

„Nánast óbærilegt að fylgjast með þessu,“ sagði Hörður Magnússon. „Það er verið að slátra númerinu í beinni,“ bætti Albert við.

„Þetta á bara að vera verndað fyrir framherja,“ sagði Hörður en bæði hann og Albert voru framherjar á sínum tíma.

Hægt er að sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. 

 

 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin