Sveindís opnaði sig um sambandið við kærastann

„Hann er náttúrulega varnarmaður þannig að ég er ekki að hlusta mikið á hann,“ grínaðist Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við mbl.is á liðshóteli íslenska liðsins í Thun í Sviss á föstudaginn þegar hún ræddi samband sitt við knattspyrnumanninn Rob Holding.

Sveindís og Rob byrjuðu að skjóta saman nefjum fyrir nokkrum mánuðum síðan en hann er mættur til Sviss til þess að fylgjast með kærustu sinni á Evrópumótinu 2025.

Kærastinn ágætur í fótbolta

Hann var í stúkunni þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi, 1:0, í upphafsleik Evrópumótsins í A-riðli keppninnar í Thun á miðvikudaginn og þá verður hann í stúkunni á morgun þegar Sviss og Ísland mætast í 2. umferð riðlakeppninnar í Bern.

„Hann er ágætur í fótbolta og hefur gert góða hluti á sínum ferli,“ sagði Sveindís.

„Þetta er minn tími og hann leyfir mér algjörlega að eiga þetta augnablik. Við tölum mjög lítið um fótbolta satt best að segja en það er alltaf gott að vita af honum í stúkunni,“ sagði Sveindís í samtali við mbl.is.

Rob Holding og Sveindís Jane Jónsdóttir á góðri stundu.
Rob Holding og Sveindís Jane Jónsdóttir á góðri stundu. Ljósmynd/@Sveindisss
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin