Vildi styðja við bakið á eiginkonunni

„Ég er ennþá að spila,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, á æfingu íslenska liðsins í Thun á fimmtudaginn.

Gunnhildur lagði landsliðsskóna á hilluna í júlí árið 2023 en hún gekk til liðs við kanadíska félagið Halifax Tides í febrúar á þessu ári.

Eiginkona Gunnhildar er markvörðurinn Erin Mcleod en hún gekk til liðs við kanadíska félagið í október á síðasta ári.

Vildi ljúka ferlinum í heimalandinu

„Þegar ég skrifaði undir samninginn þá lét ég þá strax vita af því að landsliðið væri númer eitt hjá mér og félagið hefur stutt þétt við bakið á mér,“ sagði Gunnhildur.

„Konan mín er frá Kanada og hún vildi ljúka ferlinum í heimalandinu sínu. Hún hélt að hún gæti aldrei lokið ferlinum í Kanada en deildin er á sínu fyrsta ári.

Ég vildi fara út og styðja við bakið á henni og ég hugsaði líka með mér að ég gæti sjálf komið mér í form, eitthvað sem myndi nýtast mér vel þegar ég aðstoða aðra íþróttamenn við það að koma til baka eftir barnsburð,“ sagði Gunnhildur sem eignaðist sitt fyrsta barn fyrir átta mánuðum síðan.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod. Ljósmynd/Jeremy Reper
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin