Sveindís: „Ein nótt þar sem maður svaf illa“

Sveindís Jane Jónsdóttir fékk besta færi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði fyrir Finnlandi í upphafsleik Evrópumótsins í A-riðli keppninnar í Thun í Sviss á miðvikudaginn.

Leiknum lauk með naumum sigri Finnlands, 1:0, en Katariina Kosola skoraði sigurmark finnska liðsins á 70. mínútu.

Tilbúin í slaginn

Fimm mínútum síðar fékk Sveindís frábært færi til þess að jafna metin þegar hún slapp ein í gegn eftir stungusendingu Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur en skotið fór langt framhjá.

„Ég er heldur betur tilbúin í slaginn,“ sagði Sveindís í samtali við mbl.is á liðshóteli íslenska liðsins á föstudaginn en næsti leikur Íslands í keppninni er gegn Sviss í Bern í kvöld.

„Þetta var ein nótt þar sem maður svaf illa en ég er vel sofin í dag og er bæði spennt og tilbúin í leikinn gegn Sviss,“ sagði Sveindís meðal annars en nánar er rætt við hana í spilaranum hér fyrir ofan.

Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir. mbl.is/Ágúst
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin