Ísland - Frakkland, myndasyrpa

Aron Pálmarsson lék vel gegn Frökkum en það dugði ekki …
Aron Pálmarsson lék vel gegn Frökkum en það dugði ekki til. mbl.is/Kristinn

Íslenska landsliðið leikur um bronsverðlaunin á Evrópumeistaramótinu í handknattleik eftir 36:28 tap gegn Frökkum í Vín í dag. Pólverjar verða mótherjar Íslands á morgun en leikurinn hefst kl. 14. Króatar og Frakkar leika til úrslita.  Kristinn Ingvarsson ljósmyndari Morgunblaðsins er í Vín og hér má sjá brot af þeim myndum sem hann tók í Wiener Stadthalle í dag og í gær á síðustu æfingu landsliðsins fyrir Frakkaleikinn.

mbl.is