Klúðruðu stigi í lokin

Guðjón Valur Sigurðsson skorar í fyrri hálfleiknum.
Guðjón Valur Sigurðsson skorar í fyrri hálfleiknum. mbl.is/Kristinn

Ísland missti unninn leik niður í jafntefli í annað skiptið í röð á EM í handknattleik í Linz í dag. Austurríki skoraði þrjú mörk á síðustu mínútunni og náði jafntefli, 37:37.

Ísland náði þriggja marka forystu, 37:34, þegar aðeins 60 sekúndur voru eftir af leiknum. Heimamenn náðu hinsvegar að skora þrívegis eftir að íslenska liðið missti boltann tvisvar og markvörður Austurríkis varð einu sinni.

Markus Wagesreiter skoraði jöfnunarmark Austurríkis þvert yfir völlinn, 7 sekúndum fyrir leikslok, eftir að dæmd voru skref á Ólaf Stefánsson.

Ísland er nú með 2 stig eftir 2 leiki en Austurríki er með 1 stig eftir 2 leiki. Danmörk er með 2 stig og Serbía eitt en liðin mætast kl. 19.15.

Á laugardag leikur síðan Ísland við Danmörku og Serbía við Austurríki.

Arnór Atlason skoraði 9 mörk fyrir Ísland, Ólafur Stefánsson 7, Róbert Gunnarsson 6, Alexander Petersson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5 og Guðjón Valur Sigurðsson 4.

Viktor Szilagy og Konrað Wilczynski skoruðu 9 mörk hvor fyrir Austurríki og Roland Schlinger 7.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is og hún er hér fyrir neðan:

Arnór Atlason skýtur að marki snemma leiks.
Arnór Atlason skýtur að marki snemma leiks. mbl.is/Kristinn
Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson í upphitun á gólfinu ...
Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson í upphitun á gólfinu í Linz fyrir leikinn í dag. mbl.is/Kristinn
Ísland ka. 37:37 Austurríki HM opna loka
60. mín. Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ka.) skoraði mark af línunni eftir sendingu Ólafs
mbl.is