Ólafur Stefánsson: „Pirraður, sár og svekktur“

Ólafur Stefánsson ásamt þjálfurum íslenska liðsins í leiknum gegn Austurríki ...
Ólafur Stefánsson ásamt þjálfurum íslenska liðsins í leiknum gegn Austurríki í gær. mbl.is/Kristinn

„Mér líður vitaskuld ekki vel núna. Ég er pirraður, sár og svekktur. Ég missti boltann þarna í lokin. Ég fór of nálægt manninum í stað þess að róa þetta aðeins niður og hafa yfirsýn. Ég tek þetta á mig en auðvitað var fullt af öðrum hlutum sem gengu ekki upp eins og í leiknum á móti Serbunum og það féll ekkert með okkur,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið eftir jafnteflið gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í gærkvöld.

Viðtalið í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Bloggað um fréttina