Ólafur: Biðst afsökunar á mínum leik

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

,,Ég var mjög ósáttur við minn leik í heildina og það er byrði sem ég þarf að bera nokkuð lengi væntanlega. Við gerðum okkur seka um of einföld mistök í leiknum og það getur þú ekki leyft þér á móti liði eins og Frökkum," sagði Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins eftir ósigurinn gegn Frökkum.

,,Frakkarnir fengu létt mörk úr hraðaupphlaupum í byrjun seinni hálfleiks og þegar þú lendir 5-6 mörkum undir á svona ógnarsterku liði þá er ekki von á góðu. Það var of stór biti fyrir okkur og með þessari góðu byrjun í seinni hálfleik óx þeim ásmeginn en að skapa vorum við pirraðir.“

,,Ég biðist afsökunar á mínum leik en ég hef góðan tíma til að rífa mig upp til að hjálpa mínu liði. Fyrst gullið er gengið okkur úr greipum ætlum við að taka bronsið,“ sagði Ólafur.

mbl.is

Bloggað um fréttina