Arnór: Medalía skiptir öllu fyrir okkur

Íslensku leikmennirnir fagna eftir sigurinn á Pólverjum í dag.
Íslensku leikmennirnir fagna eftir sigurinn á Pólverjum í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

,,Medalía skiptir öllu fyrir okkur. Að ná því á tveimur stórmótum í röð er frábær árangur og það eru kannski helst Frakkar sem getað státað af því," sagði Arnór Atlason við mbl.is eftir sigurinn á Pólverjum í dag sem tryggði Íslendingum bronsverðlaunin á EM.

,,Við fórnuðum okkur algjörlega í leikinn og ég tel að við séum búnir að sýna og sanna að við eigum heima á meðal bestu þjóða heims. Nú þurfum við bara að halda áfram á sömu braut. Sigurinn og bronsið tileinkum við Gunn Magg og fjölskyldu hans,“ sagði Arnór, sem átti frábæra leiki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu.

mbl.is