Guðmundur Þórður bíður

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Dana ræðir við leikmenn sína.
Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Dana ræðir við leikmenn sína. EPA

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik, hafði síður en svo ástæðu til að brosa eftir síðasta leik liðsins fyrir Evrópumótið í Póllandi. Í fyrsta lagi tapaði liðið illa fyrir Frakklandi, 36:28, og í leiknum meiddust vinstri skyttan Michael Damgaard og hægri skyttan Mads Christiansen.

Damgaard sló í gegn á HM í Katar fyrir ári og ljóst að mikið áfall yrði fyrir Dani að vera án hans á EM. Damgaard sneri sig illa á ökkla og var studdur af leikvelli.

„Ég hélt um leið að EM væri úr sögunni. Núna veit ég ekki hvað gerist. Sjúkraþjálfarinn ákveður hvað sé best og við sjáum til. Ég vona að við sjáumst í Póllandi,“ sagði Damgaard við Ekstrabladet í gær.

Áður höfðu Danir misst línumanninn René Toft Hansen, lykilmann í varnarleik liðsins, og það hjálpar ekki til að verða fyrir frekari skakkaföllum í síðasta leik fyrir mót:

„Ég ætlaði að tilkynna hópinn á morgun [í dag] en ég býst við að ég geti það ekki. Ég verð að bíða og sjá hvernig þeir [Damgaard og Christiansen] spjara sig,“ sagði Guðmundur, sem sagði útlit fyrir að meiðsli Christiansen væru ekki alvarleg. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert