„Aron aðeins of góður fyrir okkur“

Aron sækir að vörn Norðmanna í kvöld.
Aron sækir að vörn Norðmanna í kvöld. Ljósmynd/Foto Olimpik

„Aron Pálmarsson var aðeins of góður fyrir okkur,“ sagði varnarjaxlinn og reynsluboltinn Erlend Mamelund við norska fjölmiðla eftir ósigurinn gegn Íslendingum á Evrópumótinu í handbolta í Katowice í Póllandi í kvöld.

„Þetta var jafn leikur frá upphafi til enda. Það var ansi súrt að tapa en við börðumst vel og spiluðum góðan handbolta. Þetta eru tvo góð lið,“ sagði Mamelund.

Íslendingar hafa haft gott tak á móti Norðmönnum sem hafa ekki fagnað sigri á móti Íslendingum í síðustu tíu leikjum.

mbl.is