Góður stuðningur Íslendinga á EM (myndir)

Fjölmargir Íslendingar eru mættir til Katowice í Póllandi til að styðja við bakið á íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handknattleik.

Íslensku stuðningsmennirnir skemmtu sér konunglega í Spodek-höll­inni þar sem þeir sáu strákana okkar leggja Norðmenn í spennutrylltum leik, 26:25. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Hvít-Rússum á morgun.

mbl.is