Strákarnir fögnuðu að hætti hússins

Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Guðmundur Hólmar Helgason í leiknum í ...
Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Guðmundur Hólmar Helgason í leiknum í gær. Ljósmynd/Foto Olimpik

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik byrjar vel á Evrópumótinu í Póllandi og vann eins marks sigur á Noregi í gær eins og eflaust flestir vita.

Gleðin var skiljanlega mikil í hópnum eftir sigurinn og Alexander Petersson, hinn þrautreyndi landsliðsmaður, birti skemmtilega mynd af sér og nýliðanum Guðmundi Hólmari Helgasyni, sem spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær, þegar þeir voru komnir upp á hótel.

Þeir eru herbergisfélagar á mótinu og héldu upp á sigurinn með því að gæða sér á Prins Póló, hinu sívinsæla súkkulaðistykki, sem er einmitt frá Póllandi.

Sieg gegen Norwegen ✌ Celebrating mit legendary Prince Polo󾍇

Posted by Alexander Petersson on Friday, January 15, 2016
mbl.is