Aron meðal þeirra markahæstu

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Foto Olimpik

Aron Pálmarsson er í hópi markahæstu leikmanna á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Póllandi.

Búið er leika tvær umferðir í riðlum A og B en í kvöld fer fram önnur umferðin í riðlum C og D.

Kiril Lazarov, örventa skyttan í liði Makdedóníu, er markahæstur með 17 mörk, Hvít-Rússinn Siarhei Rutenka kemur næstur með 16, Kristian Bjornsen, Noregi, 14 og þeir Aron Pálmarsson Michal Jurecki, Póllandi, og Barys Pukhouski, Hvíta-Rússlandi, hafa skorað 12 mörk.

mbl.is