„Óvæntu úrslitin á EM“

Frá viðureign Norðmanna og Króata í gærkvöld.
Frá viðureign Norðmanna og Króata í gærkvöld. Ljósmynd/ehf-euro.com

„Óvæntu úrslitin á EM í Póllandi“ segir í danska blaðinu Ekstra Bladet um sigur Norðmanna gegn Króötum í Katowice í gærkvöld.

Eftir eins marks tap gegn Íslendingum á föstudaginn gerðu Norðmenn sér lítið fyrir og lögðu Króata með þriggja marka mun og fyrir vikið eru allar þjóðirnar í riðlinum með 2 stig en Íslendingar töpuðu sem kunnugt er fyrir Hvít-Rússum.

„Það er ekki hægt að gera betur en að vinna eina af stærstu handboltaþjóðum heims með þriggja marka mun. Við erum að tala um lið eins og Spánn og Brasilía eru í fótboltanum,“ segir Gunnar Petterson fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins.

Í lokaumferð riðilsins á morgun mætast fyrst Noregur og Hvíta-Rússland og síðan Ísland og Króatía. Eitt af þessum liðum mun þurfa að pakka saman og halda heim á leið.

mbl.is