„Erum ekki bestu vinir“ (myndskeið)

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Dana.
Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Dana. AFP

„Ég er þjálfari Ungverjalands og hann er þjálfari Danmerkur. Ég er ekki hans besti vinur og hann er ekki besti vinur minn,“ sagði Talant Dujshebaev þjálfari Ungverja við vef dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.

Guðmundur Þórður Guðmundsson er sem kunnugt þjálfari danska landsliðsins en Danir og Ungverjar leiða saman hesta sína á EM í Póllandi á morgun.

Fræg er rimm­an á milli þeirra árið 2014 þegar Guðmund­ur stýrði þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen og Dujs­heba­ev pólska liðinu Kielce í Evr­ópu­keppn­inni. Dujs­heba­ev sló Guðmund í pung­inn eft­ir að leikn­um lauk og sakaði síðan Guðmund um dóna­skap og lít­ilsvirðingu, bæði með orðum og lát­bragði á blaðamanna­fundi eft­ir leik­inn.

„Þetta heyrir fortíðinni og ég vil ekki ræða um þetta,“ sagði Guðmundur við fréttamenn í dag.

mbl.is