Rutenka er markahæstur

Siarhei Rutenka skýtur að marki Íslands.
Siarhei Rutenka skýtur að marki Íslands. Ljósmynd/EHF

Siharai Rutenka stórskytta Hvít-Rússa er markahæstur á Evrópumótinu en riðlakeppninni lýkur á morgun.

Rutenka hefur skoraði 25 mörk. Kiril Lazarov, Makedóníu kemur næstur með 21 mark og í þriðja sætinu er Norðmaðurinn Kristian Bjornsen með 19 mörk.

Guðjón Valur Sigurðsson endaði sem markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með 17 mörk

mbl.is