Liverpool með Morata í sigtinu

Alvaro Morata, leikmaður Juventus, í leik með liðinu gegn Sampdoria ...
Alvaro Morata, leikmaður Juventus, í leik með liðinu gegn Sampdoria á dögunum. AFP

Liverpool hyggst leysa markaþurrð sína á yfirstandandi keppnistímabili með því að festa kaup á spænska framherjanum Alvaro Morata sem er á mála hjá Ítalíumeisturunum Juventus. 

Liverpool hefur einungis skoraði 25 mörk í 22 leikjum í deildinni í vetur og markahæsti leikmaður liðsins í vetur, belgíski framherjinn Christian Benteke, hefur skorað sex mörk í öllum keppnum í vetur.

Næstur á listanum yfir markahæstu leikmenn hjá Liverpool er brasilíski sóknartengiliðurinn Philippe Coutinho með fimm mörk. 

Morata hefur fallið neðar í goggunarröðinni hjá Juventus í vetur þar sem argentínski framherjinn  Paulo Dybala hefur farið á kostum og raðað inn mörkum fyrir Ítalíumeistarana. 

mbl.is