Þriggja liða barátta

Dagur Sigurðsson
Dagur Sigurðsson AFP

Það ræðst í kvöld hvort Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu ná að tryggja sér sæti í milliriðli á EM í handknattleik þegar lokaumferðin í C-riðlinum verður leikin í Wroclaw.

Fyrir lokaumferðina er barátta þriggja liða um tvö sæti í milliriðlinum. Spánverjar eru öruggir áfram en þeir eru í toppsætinu með 3 stig, Þjóðverjar og Svíar hafa 2 og Slóvenar reka lestina með 1 stig. Þjóðverjar mæta Slóvenum og þar verða Slóvenar að vinna til að komast áfram.

Þjóðverjar gætu farið áfram þó svo að þeir tapi en fari svo að Svíar tapi fyrir Spánverjum er þýska liðið öruggt í milliriðil. „Við vorum heppnir að vinna Svíana og okkar bíður mjög erfiður leikur á móti Slóvenum. Þeir eru með eitt af bestu liðum heims,“ sagði Dagur við fréttamenn í gær.