Guðmundur fékk 3,1

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. AFP

Meðaleinkunn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar þjálfara danska karlalandsliðsins í handknattleik er 3,1.

Bent Nygaard handboltasérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar gefur leikmönnum og þjálfara einkunn fyrir hvern leik, frá 1-5.

Guðmundur fékk 3,1 í meðaleinkunn fyrir frammistöðu sína á Evrópumótinu en Danir höfnuðu í sjötta sæti á mótinu sem var mikil vonbrigði en fyrir mótið setti Guðmundur sér það það markmið ásamt liði sínu að komast í undanúrslitin.

Mads Mensah Larsen var besti leikmaður Dana í keppninni að mati Nygaard en meðaleinkunn hans var 3,8.

mbl.is