Nú er kátt í höllinni hjá Degi (myndskeið)

Carsten Lichtlein lyftir sigurskildi EM þegar þýska landsliðið kom til ...
Carsten Lichtlein lyftir sigurskildi EM þegar þýska landsliðið kom til Berlínar í dag. AFP

Mikið er um dýrðir í Max Schmeling íþróttahöllinni í Berlín þessa stundina þar sem þúsundir fagna Degi Sigurðssyni og leikmönnum hans í þýska landsliðinu en þeir urðu Evrópumeistarar í gær. Þúsundir manna biðu í röðum fyrir utan íþróttahöllinni fyrr í dag. Engu er til sparað til þess að gera móttökuna glæsilega eins og sjá má að meðfylgjandi myndskeiði. 

Frétt mbl.is: Þúsundir bíða eftir Degi og lærisveinunum

mbl.is