Þúsundir bíða eftir Degi og lærisveinum

Fjöldi fjölmiðlamanna tók á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum við …
Fjöldi fjölmiðlamanna tók á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum við komuna til Berlínar eftir hádegið í dag. AFP

Langar biðraðir eru fyrir utan Max Schmeling íþróttahöllina í Berlín þar sem Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu verða hylltir síðar í dag. Eftir sigur þýska landsliðsins í handknattleik á EM síðdegis í gær var ákveðið að slá upp veglegri veislu í íþróttahöllinni þar sem handknattleikslið borgarinnar leikur heimaleiki sína.

Þýska landsliðið var í Kraká í nótt eftir sigurinn í gær en átti bókað flug til Berlínar í hádeginu í dag. 

„Reiknað er með tugum þúsund manna í Max Schmeling-höllin auk þess sem viðburður verður í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þetta verður mikil veisla og hátíð," sagði Dagur Sigurðsson í samtali við mbl.is í morgun en hann var þá að leggja lokahönd á að yfirgefa hótelið í Kraká. 

Ýtarlegt viðtal verður við Dag í Morgunblaðinu í fyrramálið auk þess sem ferill hans verður rakinn. 

Meðfylgjandi myndskeið birti einn þeirra sem bíður í röðinni fyrir utan íþróttahöllina á samskiptavefnum Twitter fyrir skömmu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert