Á ýmsu hefur gengið í fyrsta leik

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna marki á EM ...
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna marki á EM 2010. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska landsliðið hefur ekki alltaf riðið feitum hesti frá fyrstu viðureign sinn á Evrópumeistaramóti í handknattleik karla. Í þau níu skipti sem liðið hefur tekið þátt í mótinu hefur það aðeins þrisvar sinnum unnið fyrsta leik í sinn. Tvisvar hefur liðið skilið við andstæðinga sína með skiptan hlut í upphafsleik en í fjögur skipti hefur fyrsti leikur mótsins tapast.

Á EM 2000 tapaði Ísland fyrir Svíþjóð, 31:23, í fyrsta leik sem fram fór í Rijeka í Króatíu. Segja má að Íslendingar hafi aldrei séð til sólar í leiknum.

Tveimur árum síðar gerðu Íslendingar og Spánverjar jafntefli, 24:24, í fyrsta leik eftir afdrifarík mistök voru gerð við tímatöku leiksins eftir að leikhlé var tekið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Leikklukkan var of seint sett í gang eftir leikhléið án þess að athugasemdir væru gerðar. Viðbótartíminn nægði Spánverjum til að jafna metin.

Ísland steinlá fyrir heimamönnum í landsliði Slóvena í Celje í fyrsta leik á EM 2004, 34:28, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik.

Fyrsti sigurinn í fyrsta leik kom gegn Serbum/Svartfellingum á EM í Sviss 2006, 36:31, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með 10 mörk. Ólafur Stefánsson rifbeinsbrotnaði í leiknum.

Nánari umfjöllun um fyrstu leiki Íslands og allt um Evrópumótið í handbolta í 16-síðna aukablaði um EM sem fylgir Morgunblaðinu í dag.