„Ég var óvenjurólegur“

Arnór skorar úr víti í leiknum í dag.
Arnór skorar úr víti í leiknum í dag. Ljósmynd/Gordan Lausic

Arnór Þór Gunnarsson skoraði mikilvægt mark úr vítakasti á 57. mínútu í sigrinum gegn Svíum í dag og komst þá Íslandi í 25:21 en lokatölurnar urðu 26:24. 

„Ég var nú óvenjurólegur,“ sagði Arnór þegar mbl.is spurði hann hvernig taugarnar voru á því augnabliki. Ég hafði reyndar klúðrað einu færi úr horninu þegar ég skaut í skeytin en ég var óvenjurólegur. Hingað til hef ég verið ágætur gegn Appelgren (sænska markverðinum) í þýsku bundesligunni. Auðvitað var sætt að sjá boltann inni. Þegar ég sá hvað leikmennirnir fögnuðu mikið á varamannabekknum þá fann ég að þetta var komið,“ sagði Arnór sem skoraði 5 mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítum. 

„Þessi sigur var gríðarlega sætur. Ég er til dæmis að spila með tveimur í sænska liðinu í mínu félagsliði í Þýskalandi. Við vorum mjög vel undirbúnir og tókum marga videófundi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert