Sagði það algjöra kröfu að vinna Ísland

Björgvin Páll Gústavsson ver frá Jerry Tollbring í leiknum.
Björgvin Páll Gústavsson ver frá Jerry Tollbring í leiknum. Ljósmynd/EHF

Sænskir fjölmiðlar eru skiljanlega ekki jákvæðir í umfjöllun sinni um fyrsta leik Svía á EM í handknattleik, en sænska liðið tapaði fyrir Íslandi fyrr í kvöld 26:24. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af leiknum lengst af, en Ísland var með 10 marka forskot um tíma í síðari hálfleik.

„Martraðarbyrjun Svía á EM í handbolta,“ segir á forsíðu SVT og Aftonbladet talar um sænskt fíaskó og skelfilega frammistöðu. Síðarnefndi miðillinn rifjar meðal annars upp ummæli landsliðsmannsins Lukas Nilsson í aðdraganda mótsins.

„Mér finnst það nánast krafa að við vinnum Ísland og Serbíu,“ sagði Nilsson um andstæðinga Svía í riðlinum sem leikinn er í Split.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert