„Ég elska að láta hata mig“

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segist hafa reynt strax í gærkvöldi að setja leikinn við Svía aftur fyrir sig og hugsa um verkefni morgundagsins gegn Króötum. Björgvin ætlar að nota lætin sem verða í króatískum áhorfendum í höllinni til að komast í gírinn. 

„Þetta var stutt nótt en maður er vanur því og ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Björgvin sem væntanlega festi svefn seint eftir viðburðaríkt kvöld en að loknum leiknum við Svía horfði hann á leik Króatíu og Serbíu sem Króatar unnu.

Björgvin er þekktur fyrir að nýta orkuna frá áhorfendum í landsleikjum og hann er hvergi banginn fyrir morgundaginn. „Ég elska að láta hata mig. Leikir á útivelli þar sem eru mikil læti og verið að baula á mann eru meðal minna uppáhaldsaðstæðna,“ sagði Björgvin meðal annars þegar mbl.is spjallaði við hann á hóteli íslenska landsliðsins í Split í dag. 

Viðtalið í heild er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.

Björgvin Páll í leiknum gegn Svíum í gær þar sem …
Björgvin Páll í leiknum gegn Svíum í gær þar sem hann varði 17 skot. Ljósmynd/Gordan Lausic
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert