Ekki kjúklingahjarta

Björgvin Páll Gústavsson og félagar fagna sigrinum frækna á Svíum …
Björgvin Páll Gústavsson og félagar fagna sigrinum frækna á Svíum í Króatíu í gær þar sem markvörðurinn fór hreinlega á kostum. Ljósmynd/Gordan Lausic

„Þetta var rosa fínt,“ sagði markvörðurinn, Björgvin Páll Gústavsson, þegar Morgunblaðið tók hann tali í Spaladium-höllinni í Split í gær. Sætur sigur á Svíum 26:24 í fyrsta leik á EM í Króatíu lá þá fyrir.

Björgvin átti stóran þátt í sigrinum en hann varði 17 skot í leiknum. Í fyrri hálfleik fór hann hamförum og varði hvað eftir annað frá Svíum úr opnum færum.

„Við spiluðum góða vörn á þá í fyrri hálfleik og pressuðum vel á þá í skotunum. Svíarnir fengu lítinn tíma með boltann því strákarnir fyrir framan mig voru alltaf í andlitinu á þeim. Ég fékk tvo skot nánast gefinst í upphafi leiks sem var mjög þægilegt og við þær aðstæður þá ver maður aðeins meira en venjulega. Roland Eradze (markmannsþjálfari landsliðsins) var með mér í stúkunni og var duglegur að öskra á mig. Það hjálpaði mér. Roland sagði við mig í gær að ég gæti ekki verið með kjúklingahjarta í þessum leik. Ég þyrfti að taka á því og það var skemmtileg áskorun,“ sagði Björgvin en að hans mati sýnir það vel hvað býr í landsliðsmönnunum að vinna góðan sigur á Svíum í kjölfarið á tveimur slæmum töpum gegn Þjóðverjum í Þýskalandi á dögunum.

Sjá viðtalið í heild og umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert