Þjóðverjar hefja mótið með látum

Philipp Weber, leikmaður Þýskalands, sækir að marki Svartfjallalands í leik ...
Philipp Weber, leikmaður Þýskalands, sækir að marki Svartfjallalands í leik liðanna í dag. AFP

Þýskaland, sem er ríkjandi Evrópumeistari í handbolta karla, hóf titilvörn sína með stæl þegar liðið burstaði Svartfjallaland, 32:19, í fyrstu umferð í C-riðli á Evrópumótinu sem fram fer í Króatíu þessa dagana. 

Uwe Gensheimer var markahæstur í liði Þýskalands með níu mörk, en Paul Drux kom næstur með fimm mörk. Vladan Lipovina var atkvæðamestur í liði Makedóníu með sjö mörk og Milos Bozovic kom næstur með fjögur mörk. 

Makedónía og Slóvenía sem eru með Þýskalandi og Svartfjallalandi í C-riðlinum mætast í seinni leik dagsins í riðlinum í kvöld. 

mbl.is