„Við erum mjög svekktir að tapa“

Kristján Andrésson bregst við í leik.
Kristján Andrésson bregst við í leik.

Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svía, mátti sætta sig við tap gegn samlöndum sínum í fyrsta leik á EM í Króatíu í gær.

Kristján var svekktur þegar Morgunblaðið náði tali af honum en sagði frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar hafa skipt sköpum.

„Við erum mjög svekktir yfir því að tapa leiknum. Íslendingarnir byrjuðu miklu betur en við. Þeir voru ótrúlega áræðnir í sókninni og klókir. Mér fannst við reyndar einnig fá góð skotfæri í upphafi leiks en Bjöggi varði of mikið á þeim kafla. Þá urðu mínir menn stressaðir og það er stóri lærdómurinn fyrir okkur eftir þennan leik.“

Sjá viðtal við Kristján í heild íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.