Janus Daði ein af vonarstjörnum EM

Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, er titlaður ein af vonarstjörnum Evrópumótsins í Króatíu sem nú er í fullum gangi.

Á heimasíðu mótsins voru teknir fyrir þrír ungir leikmenn sem vert væri að fylgjast sérstaklega með á EM og er Janus Daði einn þeirra. Hinir eru Simon Jeppsson frá Svíþjóð og Yanis Lenne frá Frakklandi.

„Janus Daði varð 23 ára gamall á nýársdag og er enn ungur að árum fyrir leikstjórnanda í hæsta gæðaflokki. Hann fékk eldskírn á HM í Frakklandi í fyrra og danska félagið Aalborg nældi í hann í kjölfarið. Með hraða hans og snerpu hefur hann spilað stórt hlutverk hjá Aalborg sem vann danska meistaratitilinn í fyrra.

Á þessu tímabili hefur hann fest sig í sessi sem lykilmaður hjá Aalborg, bæði í Danmörku og í Meistaradeildinni, og hjálpaði Íslandi að komast inn á EM,“ segir í umsögninni um Janus Daða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert