Umræðan hefur aldrei verið vandamál

Mbl.is spurði reynsluboltann Ásgeir Örn Hallgrímsson hvort landsliðsmennirnir í handbolta fylgist með umræðunni á Íslandi meðan á stórmótunum stendur, fjölmiðlunum og samskiptamiðlunum. Ásgeir segir það vera mjög misjafnt. 

„Ég held að það geri það nú langflestir. Bara eins og eðlilegt er. Menn eru mjög misjafnir varðandi það hversu mikið þeir pæla í þessu. Hver ber sjálfur ábyrgð á því. Sumum gefur þetta auka kraft en sumum finnst þetta hundleiðinlegt og vilja ekkert með þetta hafa. En þetta hefur aldrei verið neitt vandamál,“ sagði Ásgeir þegar mbl.is spjallaði við hann í janúarsólinni í Split í gær. 

Ásgeir, sem er á sínu sextánda stórmóti með landsliðinu, segir það gefa mönnum mikið að byrja stórmót með þeim hætti sem íslenska liðið gerði nú á EM þegar það skellti Svíþjóð 26:24. „Það gekk smá brösuglega í leikjunum í undirbúningnum og menn voru aðeins óöruggir hvar þeir stæðu. Að ná upp þessum leik og þessari stemningu gerir virkilega mikið fyrir framhaldið.“

Viðtalið við Ásgeir Örn í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Ásgeir Örn með boltann í leiknum gegn Svíum.
Ásgeir Örn með boltann í leiknum gegn Svíum. Ljósmynd/Gordan Lausic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert