Vujin úr leik hjá Serbum

Marko Vujin.
Marko Vujin. AFP

Einn af lykilmönnum serbneska karlalandsliðsins í handknattleik, örvhenta skyttan Marko Vujin, leikur ekki meira með á Evrópumótinu í Króatíu.

Vujin, sem leikur undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá þýska liðinu Kiel, er meiddur í hné og ljóst er að hann spilar ekki meira með á Evrópumótinu.

Serbar töpuðu fyrir Króötum, 32:22, í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu. Þeir mæta Svíum í dag og leika gegn Íslendingum í lokaumferð A-riðilsins á þriðjudaginn.

mbl.is