Förum brattir í leikinn við Serbana

Arnar Freyr Arnarsson býr sig undir að skjóta á markið …
Arnar Freyr Arnarsson býr sig undir að skjóta á markið í leiknum gegn Króötum í gærkvöld. Ljósmynd/Uros Hocevar

„Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Íslenska liðið var mjög gott í fyrri hálfleik og það var augljóst að leikmenn voru vel undirbúnir fyrir þennan leik. Króatíska liðið er hins vegar vant því að ná mjög góðum kafla einhvers staðar í leikjum sínum og ganga þannig frá andstæðingnum og þeir gerðu það í upphafi seinni hálfleiks að þessu sinni,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari karlaliðs Akureyrar í handbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir tap Íslands gegn Króatíu í gær.

„Það er hins vegar jákvætt að sjá að Geir [Sveinsson] treystir mögum leikmönnum og ábyrgðin dreifist milli margra. Ég held að við munum græða á því þegar við mætum Serbum og ég er bjartsýnn fyrir þann leik,“ sagði Sverre um framhaldið.

Sjá allt um EM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert