Margt jákvætt þrátt fyrir stórt tap

Aron Pálmarsson að skora í leiknum gegn Króötum í gærkvöld.
Aron Pálmarsson að skora í leiknum gegn Króötum í gærkvöld. Ljósmynd/Uros Hocevar,EHF

„Það er skrýtið að segja það eftir sjö marka tap, en mér fannst margt jákvætt í leik íslenska liðsins í þessum leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir tapið gegn Króatíu í gær.

„Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og ef dómgæslan hefði ekki hallað jafn mikið á okkur og hún gerði að mínu mati hefðum við verið í betri stöðu í hálfleik,“ sagði Einar ennfremur. „Það var stuttur slæmur kafli í upphafi seinni hálfleiks sem varð okkur að falli.

Króatar breyttu yfir í 5+1-vörn og við réðum illa við hana. Íslenska liðið hefði kannski átt að spila sjö á sex fyrr til að bregðast við því. Geir [Sveinsson] hefur dreift álaginu vel og það ber að hrósa honum fyrir það. Við mætum ferskir í leikinn við Serba, vinnum þar og förum áfram í milliriðil,“ sagði Einar um brattur um framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert