„Tókum góðan púls í morgun“

Mbl.is spjallaði við línumanninn litríka Kára Kristján Kristjánsson á hóteli íslenska landsliðsins í Split í dag. Hann segir landsliðshópinn hafa farið yfir Króatíuleikinn í morgun og nú sé horft til leiksins mikilvæga á morgun gegn Serbíu. 

„Við erum mjög vel stemmdir. Við þurfum að skilja eftir þennan Króataleik. Verðum bara að gera það. Við tókum bara góðan púls á þessu í morgun. Hvað var gott og hvað var slæmt. Nú er bara full einbeiting á mikilvægan leik,“ sagði Kári meðal annars. Spurður um hvort Serbarnir geti verið beygðir eftir tvö töp í Split segir Kári erfitt að átta sig á því. 

„Júgginn er náttúrlega þannig að það getur verið stutt í Skúla fúla. Eins og með hlaupin til baka, það getur oft verið bras fyrir þá. Hinum og þessum að kenna og allt það. En þeir eru bara svo góðir í handbolta.“

Viðtalið við Kára í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.

Kári Kristján Kristjánsson
Kári Kristján Kristjánsson Ljósmynd/Robert Spasovski
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert