Spánverjar dæma leikinn í kvöld

Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Gunnarsson og Rúnar Kárason í vörninni …
Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Gunnarsson og Rúnar Kárason í vörninni í leiknum gegn Króötum í fyrrakvöld. Ljósmynd/EHF

Íslendingar mæta Serbum í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í milliriðil á Evrópumótinu í handknattleik í dag en flautað verður til leiks í Split klukkan 17.15 að íslenskum tíma.

Spánverjarnir Oscar Raluy Lopez og Angel Sabroso Ramirez dæma viðureignina í dag en þeir hafa áður dæmt leiki hjá Íslendingum. Þeir dæmdu til að mynda fyrri viður­eign Íslands og Þýska­lands í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins í hand­knatt­leik sem fram fór í Laug­ar­dals­höllinni í mars 2011 og þeir dæmdu leik Íslands og Ung­verja­lands í Norr­köp­ing á heims­meist­ara­mót­inu í Svíþjóð það sama ár.

Hvað þýða úrslitin fyrir Ísland?



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert