„Staða sem var líklegt að kæmi upp“

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason segir ánægjulegt að örlög Íslendinga séu í þeirra eigin höndum í riðlakeppninni á EM í handknattleik. Með sigri á Serbíu í dag kemst Ísland áfram í milliriðil í Zagreb og tekur með sér 2 stig fyrir sigurinn á Svíum. Sendir þá jafnframt Serba heim verði það úrslitin.  

„Ánægjulegt að þetta sé algerlega í okkar höndum þannig séð. Sigur færir okkur tvö stig og áfram í milliriðil sem er frábær staða. Staða sem var líklegt að kæmi upp og það er bara gott.“

Arnór er þrautreyndur landsliðsmaður og lék á dögunum sinn 200. A-landsleik. Hann segir að Íslendingar þurfi að vera við öllu búnir gegn Serbum því leikstíll þeirra getur verið nokkuð villtur. „Maður þarf að vera við öllu búinn. Maður veit aldrei hvað kemur. Mikið er um einstaklingsframtak og erfitt að kortleggja þá því þetta er svo mikið happa glappa. Þeir eru með heimsklassaleikmenn í flestum stöðum,“ sagði Arnór meðal annars þegar mbl.is tók hann tali á hóteli landsliðsins í Split í gær. 

Viðtalið við Árnór í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði

Arnór Atlason
Arnór Atlason AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert