„Við hlupum eins og skepnur“

Albin Lagergren skorar fyrir Svía gegn Króötum í leiknum í …
Albin Lagergren skorar fyrir Svía gegn Króötum í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Uros Hocevar

Svíar voru í sjöunda himni eftir öruggan sigur á gestgjöfum Króata, 35:31, í lokaleik A-riðils Evrópumótsins í handknattleik. Úrslitin urðu til þess að Ísland er úr leik.

„Það var gríðarlega mikilvægt í þessum sigri hvað við höfðum mikla trú á okkur. Við spiluðum mjög grimman varnarleik og við hlupum eins og skepnur að refsa þeim í hraðaupphlaupum. Það var lykillinn,“ sagði Niklas Ekberg, landsliðsmaður Svía.

„Það er frábært að vinna gestgjafa á stórmóti, en fyrir okkur var þetta bara hver annar leikur. Auðvitað er þetta samt frábær tilfinning, en mótherjinn skiptir samt ekki máli svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Ekberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert