Vil sjá heilsteyptari leik

Ólafur Guðmundsson er markahæstur af íslensku leikmönnum á EM með …
Ólafur Guðmundsson er markahæstur af íslensku leikmönnum á EM með 10 mörk. Ljósmynd/EHF

„Ég er nokkuð ánægður með íslenska liðið til þessa í mótinu. Ekki síst er gaman að sjá hversu vel menn koma undirbúnir til leiks í báðum viðureignum til þessa,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara karlaliðs Vals í handknattleik, spurður um sýn sína á leiki íslenska landsliðsins til þessa á Evrópumóti karla í handknattleik.

„Leikurinn við Svía var lengst af góður og fyrri hálfleikur gegn Króötum var finn. Við verðum hinsvegar að sætta okkur við að Króatar voru ofjarlar okkar að þessu sinni,“ sagði Guðlaugur ennfremur. Hann vill þó sjá heilsteyptari leik í 60 mínútur. Hins vegar hafi margir kaflar gefið vonir um að lengja megi kaflana sem liðið leikur vel.

„Við verðum að lengja góðu kaflana. Á móti kemur að þá er kannski nauðsynlegt að staldra við fyrr þegar hallar undan fæti, til dæmis með því að breyta varnarleiknum eða skipta um markverði. Það eru atriði sem þarf að vinna með. Því má hinsvegar ekki gleyma að liðið er í mótun og meðan svo er getur gengið á ýmsu. En á meðan góðu kaflarnir lengjast með hverjum leik þá erum við á réttri leið, að mínu mati,“ sagði Guðlaugur sem telur möguleika íslenska liðsins í viðureigninni við Serba í kvöld vera allgóða.

„Nú reynir á íslenska liðið að leika heilsteyptan leik í 60 mínútur. Serbar sýndu gegn Svíum á sunnudaginn að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp. Þeir virðast alltaf vera reiðubúnir að koma til baka með gagnárás,“ sagði Guðlaugur og benti á að serbneska liðið hefði oftar en einu sinni minnkað forskot Svía niður í eitt mark.

Hvað þýða úrslitin fyrir Ísland?

Sjá allt um EM og um leikinn gegn Serbum í dag í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert