Áfrýjun Slóvena vísað frá

Veselin Vujovic þjálfari Slóvena lét öllum illum látum eftir leikinn ...
Veselin Vujovic þjálfari Slóvena lét öllum illum látum eftir leikinn gegn Þjóðverjum. AFP

Dómstóll evrópska handknattleikssambandsins hefur vísað frá áfrýjun slóvenska handknattleikssambandsins en í gær hafði dómstóllinn vísað frá kæru Slóvena sem beindist að framkvæmd leiksins gegn Þjóðverjum á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu í fyrrakvöld.

Ákvarðanir dómaranna eru því endanlegar og áfrýjunin var því hafnað og úrslitin, 25:25, standa en dómarar leiksins beittu myndbandstækninni að leik loknum vegna atviks sem átti sér stað á lokasekúndum leiksins.

Slóven­ar voru afar ósátt­ir við frammistöðu dóm­ara leiks þeirra við Þjóðverja í gær. Í leikn­um þótti Slóven­um dóm­ar­arn­ir draga taum þýska landsliðsins. Stein­inn mun hafa tekið úr að mati Slóvena þegar dóm­ar­arn­ir tóku nokkr­ar mín­út­ur í að skoða röð at­vika sem áttu sér stað á síðustu sek­únd­um leiks­ins þegar Slóven­ar skoruðu 25.mark sitt og því sem gerðist í fram­hald­inu þegar Slóven­ar vörðust við miðlínu frumkasti þýska liðsins ör­fáaum sek­únd­um fyr­ir leiks­lok.

Dóm­ar­arn­ir, sem er frá Lit­há­en, skoðu sjón­varps­upp­töku af at­vik­un­um í nokkr­ar mín­út­ur áður en þeir dæmdu Þjóðverj­um ví­tak­ast vegna ólög­legr­ar stöðu leik­manna Slóvena þegar Þjóðverj­ar tóku frumkast sitt við miðju leik­vall­ar­ins.

Þjóðverj­ar jöfnuðu met­in, 25:25, úr ví­takast­inu á síðustu sek­úndu.

mbl.is