Danir gera breytingu á liði sínu

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana.
Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana. AFP

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana í handknattleik hefur gert eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir leikinn gegn Spánverjum í lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í Króatíu.

Jacobsen hefur kallað á skyttuna Peter Balling inn í hópinn í stað línumannsins Anders Zachariassen.

Danir eru öruggir áfram í milliriðilinn en spurningin er sú hvort þeir taki með sér 0, 1, 2, eða 4 stig.

Danir báru sigurorð af Ungverjum í fyrsta leik sínum en máttu sætta sig við tap gegn Tékkum sem höfðu tapað með 17 marka mun fyrir Spánverjum í fyrstu umferðinni.

Spánverjar eru með 4 stig, Danir og Tékkar 2 en Ungverjar reka lestina með ekkert stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert