Danir rifja upp EM 2012

Mikkel Hansen stórskytta Dana.
Mikkel Hansen stórskytta Dana. Ljósmynd/Sasa Pahic Szabo

Danir vonast til þess að „áfallið“ sem fylgdi tapinu gegn Tékkum í fyrradag þurrkist út í dag þegar lokaumferðin verður leikin í D-riðli Evrópumóts karla í handbolta.

Sú verður raunin tapi Tékkar fyrir Ungverjum, og Danir vinni Spán, en þá fara Mikkel Hansen og félagar með 4 stig í milliriðla og Tékkar sitja eftir.

Danir eru öruggir um sæti í milliriðlum, hvernig sem fer, og á vef Ekstrabladet er rifjað upp að þegar liðið varð Evrópumeistari síðast, árið 2012, gekk ekki vel framan af móti. Danmörk fór þá án stiga í milliriðlakeppnina, eftir töp gegn Serbum og Pólverjum, en vann alla þrjá leiki sína í milliriðlinum og komst í undanúrslit.

Danir urðu einnig Evrópumeistarar árið 2008, í fyrsta sinn, þrátt fyrir að taka aðeins tvö stig með sér í milliriðlakeppnina. Með því að vinna Spánverja í dag yrðu Danir öruggir um að taka með sér tvö eða fjögur stig í milliriðlakeppnina en tap, og sigur Tékka á Ungverjum, myndi þýða að þeir færu þangað án stiga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert