Ísland hafnaði í 13. sæti EM

Guðjón Valur Sigurðsson fagnar í leiknum gegn Serbíu í gær.
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar í leiknum gegn Serbíu í gær. Ljósmynd/Uros Hocevar, EHF

Nú er endanlega ljóst að íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafnaði í 13. sæti af 16 liðum í lokakeppni Evrópumótsins sem haldið er í Króatíu.

Sem kunnugt er komst Ísland ekki í milliriðla og hafnaði í fjórða og neðsta sæti A-riðils og er úr leik ásamt Austurríki, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Þrjú lið af fjórum í riðlunum fjórum komust áfram í milliriðla en tap Íslands fyrir Serbíu í gær gerði út um vonir Íslands.

Ísland vann þó einn leik á mótinu, gegn Svíþjóð í fyrstu umferðinni, og fékk því tvö stig í riðlinum. Hinar þjóðirnar sem eru úr leik töpuðu öllum sínum leikjum og því er það markatala sem ræður niðurröðun þeirra.

Tólf þjóðir halda áfram keppni en lokaröðunin á þjóðunum sem sitja eftir er því eftirfarandi:

13. Ísland
14. Ungverjaland
15. Austurríki
16. Svartfjallaland

Eins og kom fram á mbl.is fyrr í kvöld er Ísland öruggt með sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspil vegna heimsmeistaramótsins sem fram fer á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert