Ísland í neðri flokki fyrir umspil HM?

Björgvin Páll Gústafsson sækir boltann í netið í leiknum gegn …
Björgvin Páll Gústafsson sækir boltann í netið í leiknum gegn Serbum í gær. Ljósmynd/Uros Hocevar

Eftir úrslit gærdagsins í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Króatíu er hætta á að Ísland lendi í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður fyrir umspilið vegna heimsmeistaramótsins 2019.

Liðin frá 13. sæti og uppúr fara í efri styrkleikaflokkinn. Þangað kemst því eitt þeirra fjögurra liða sem hafna í botnsætum riðlanna.

Liðin sex sem unnu riðlana í undankeppninni, Rússland, Litháen, Rúmenía, Portúgal, Holland og Bosnía, verða í neðri styrkleikaflokknum, ásamt þeim þremur liðum sem enda í þremur neðstu sætum EM í Króatíu.

Það verða þrjú af þeim fjórum liðum sem hafna í botnsæti riðlanna fjögurra. Ísland endaði með tvö stig og verður því fyrir ofan Austurríki og líka fyrir ofan það lið sem verður neðst í C-riðli, Svartfjallaland eða Slóveníu.

Það ræðst af leik Ungverja og Tékka í D-riðli í kvöld hvort Ísland verður í 13. eða 14. sæti, og þar með hvort Ísland verður í efri eða neðri styrkleikaflokki. Ef Ungverjar vinna ekki er Ísland öruggt með sæti í efri flokknum.

Sjá allt um EM í handbolta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert