Ísland skoraði næstfæst mörk

Rúnar Kárason með boltann í lokaleiknum gegn Serbíu.
Rúnar Kárason með boltann í lokaleiknum gegn Serbíu. Ljósmynd/Uros Hocevar, EHF

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er úr leik á Evrópumótinu í Króatíu eins og frægt er orðið, en riðlakeppni mótsins lauk í kvöld.

Allar þjóðirnar hafa því lokið þremur leikjum og er Ísland ein fjögurra þjóða sem er úr leik. Samkvæmt tölfræðinni skoraði Ísland jafnframt næstfæst mörk allra liða í riðlakeppninni.

Í leikjunum þremur í A-riðli skoraði Ísland 74 mörk, en aðeins Svartfjallaland skoraði færri eða 66 mörk. Það eru Norðmenn sem eru markakóngar riðlakeppninnar en þeir skoruðu 103 mörk og er eina liðið sem skoraði yfir 100 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert