Makedónía vann riðilinn og úrslitaleikur fram undan

Steffen Weinhold reynir að brjótast í gegnum vörn Makedóníu en …
Steffen Weinhold reynir að brjótast í gegnum vörn Makedóníu en Stojanche Stoilov er til varnar. AFP

Makedónía bar sigur úr býtum í C-riðli Evrópumótsins í handknattleik en þetta var ljóst eftir að liðið gerði jafntefli við Þýskaland 25:25 í lokaumferðinni í dag.

Makedónía var yfir í hálfleik 14:13 og spennan var ekki síðri eftir hlé. Þýska liðið komst yfir en það var hins vegar Makedónía sem skoraði síðasta mark leiksins og lokatölur 25:25. Steffen Weinhold skoraði 8 mörk fyrir Þjóðverja en Filip Taleski skoraði 6 mörk fyrir Makedóníu.

Þetta þýðir að Makedónía vinnur riðilinn með 5 stig og Þýskaland hafnar í öðru sæti með 4 stig. Það verður því úrslitaleikur milli Slóveníu og Svartfjallalands í kvöld hvort liðið kemst áfram. Fyrir viðureignina er Slóvenía með eitt stig en Svartfjallaland án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert