Niðurstaða sem er vonbrigði fyrir alla

Guðjón Valur reynir að ná til boltans í leiknum gegn …
Guðjón Valur reynir að ná til boltans í leiknum gegn Serbum í gær. Ljósmynd/Uros Hocevar

„Ég var búinn að vera hrifinn af liðinu og ég var bjartsýnn fyrir þennan Serbaleik,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, um tap Íslands gegn Serbíu á EM í Króatíu sem varð til þess að Ísland féll úr leik.

„Þegar staðan var 20:16 vonaði ég að við myndum klára leikinn en þá hleypum við þeim inn í þetta eftir röð mistaka. Þessi leikur var bara ekki í takt við leikina tvo á undan. Það var meira af mistökum og eins og pressan væri meiri,“ sagði Kári, en hvað vill hann að gerist í framhaldinu hjá liðinu?

„Ég hef verið hrifinn af því sem Geir hefur gert. Þetta er bara í höndum HSÍ núna, en hann hefur verið í stuttan tíma með liðið og kannski ætti hann að fá tækifæri til að móta það áfram. En vissulega hlýtur þessi niðurstaða að vera vonbrigði fyrir alla; HSÍ, leikmenn og okkur sem elskum handbolta.“

Sjá allt um EM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert