Svona líta milliriðlarnir út á EM

Svíar tóku fjögur stig með sér í milliriðil.
Svíar tóku fjögur stig með sér í milliriðil. Ljósmynd/Uros Hocevar, EHF

Lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik fór fram í kvöld og nú er ljóst hvernig milliriðlar mótsins líta út, en 12 þjóðir eru eftir í keppninni.

Efstu tvær þjóðirnar í milliriðlunum tveimur komast í undanúrslit á meðan liðin sem hafna í þriðja sæti leika um 5. sæti mótsins.

Í fyrri milliriðlinum blandast efstu þrjár þjóðirnar úr A- og B-riðlum og taka með sér mismörg stig. Þar standa Svíar og Frakkar best að vígi og þær þjóðir mætast einmitt á laugardaginn.

Staðan í fyrri undanriðlinum:

Svíþjóð 4 stig
Frakkland 4 stig
Króatía 2 stig
Noregur 2 stig
Hvíta-Rússland 0 stig
Serbía 0 stig

Í síðari milliriðlinum er það Makedónía sem stendur best að vígi og tekur þrjú stig með sér en þar á eftir koma fjórar þjóðir sem taka tvö stig með sér. Riðillinn lítur svona út:

Makedónía 3 stig
Þýskaland 2 stig
Spánn 2 stig
Danmörk 2 stig
Tékkland 2 stig
Slóvenía 1 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert